Háskóli Íslands

Alþjóðlegur sumarskóli í eldfjallafræði á vegum EUROVOLC verkefnisins er haldinn 2.-6. september á Sikiley, í hlíðum eldfjallsins Etnu.  Þar er m.a. fjallað um kvikuhreyfingar neðanjarðar og hvernig mæla má þær og túlka. Meginþema er virkni í Etnu en einnig er horft til reynslu íslenskra vísindamanna af eldgosum hérlendis á undanförnum. Myndin sýnir doktorsnemendur HÍ í jarðvísindum sem eru á sumarskólanum (Cécile Ducrocq, Hanna Blanck, Chiara Lanzi, Siqi Li) ásamt Freysteini Sigmundssyni (einum kennara námskeiðsins) í vettvangsferð í hlíðum Etna, þar sem hótel fór undir hraun árið 2002.

Nánari upplýsingar um EUROVOLC verkefnið má finna hér (á ensku): http://earthice.hi.is/eurovolc

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is