Háskóli Íslands

Ferðir í íshella eru ekki hættulausar en þær hafa notið vaxandi vinsælda á síðustu misserum, einkum við Breiðamerkurjökul.  Vatnajökulsþjóðgarður fór þess á leit við sérfræðinga við Jarðvísindastofnun að þeir tæku saman mat á hættu í slíkim ferðum.  Verkefnið er óvenjulegt en með samvinnu við fjallaleiðsögumenn og staðkunnuga tókst að vinna matið.  Niðurstöðurnar taka einkum mið af aðstæðum við Breiðamerkurjökul  en gilda einnig annarstaðar.  Gæta þarf vel að hrunhættu, hættu vegna vatnsrennslis um hella, hvort aðkoma að þeim sé greið og hvort loftgæði séu í lagi. Áhættan af að fara í helli sem myndast hefur við vatnsrennsli að sumarlagi telst yfirleitt ásættanleg í köldu og þurru veðri ef kunnugir hafa tekið hellinn út og metið hrunhættu litla.  Í jarðhitahellum bætist við hætta vegna eitraðra lofttegunda og súrefnisskorts auk þess sem hrunhætta er allajafna meiri því bráðnun er bæði sumar og vetur.  Mjög góðan undirbúning þarf fyrir ferðir í jarðhitahella,  og þangað ætti enginn að fara nema eftir rækilega úttekt á hættum og öryggi auk þess sem gasmælar og gasgrímur þurfa að vera fyrir hendi. 

Nálgast má skýrsluna á pdf formi hér

 

 

 

 

 

 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is