Háskóli Íslands

Rannsóknir

Rannsóknir á vegum stofnunarinnar beinast að ýmsum þeim ferlum sem eru sérstaklega virk á Íslandssvæðinu, í skorpu og möttli jarðar, í eldstöðvum og jarðhitasvæðum, í jöklum og straumvötnum, setlögum á landi og í sjó, gróðurfari og jarðvegseyðingu. Rannsóknirnar tengjast náttúruauðlindum Íslendinga, sérstæðri náttúru landsins í jarðfræðilegu tilliti og framlagi Íslendinga til hnattrænnar þekkingar í jarðvísindum. Rannsóknaverkefni stofunarinnar eru unnin í samvinnu við ýmsar rannsókna- og þjónustustofnanir, s.s. Almannavarnir, Flugmálastjórn, Hafrannsóknastofnunina, Íslenskar Orkurannsóknir, Jöklarannsóknafélag Íslands, Landhelgisgæsluna, Landsvirkjun, Náttúrufræðistofnun, Orkustofnun, Orkuveitu Reykjavíkur, Vatnamælingar, Veðurstofu Íslands, Vegagerðina, Umhverfisstofnun og fjölmargar erlendar háskólastofnanir. Starfsmenn stofunarinnar veita Almannavörnum og öðrum opinberum aðilum ráðgjöf um náttúruvá af ýmsum toga ásamt upplýsingum til fjölmiðla um ýmis jarðvísindaleg efni.

Starfsemi Jarðvísindastofnunar skiptist í 6 faghópa á grundvelli þarfar um aðstöðu til rannsókna og fagþekkingar. Hver faghópur velur sér oddvita sem er talsmaður hans.

  • Bergfræði og bergefnafræði

  • Ísaldarjarðfræði og setlagafræði

  • Jarðeðlisfræði og eðlisræn jarð- og landfræði

  • Jarðefnafræði vatns, veðrun og ummyndun

  • Jarðafls- og jarðskjálftafræði

  • Jökla-, haf- og hafísrannsóknir

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is